Fyrstu úrslitin á Meistaramótinu

Kristján Viggó Sigfinnsson stekkur í dag.
Kristján Viggó Sigfinnsson stekkur í dag. mbl.is/Kristvin

Fyrstu úrslitin eru komin úr Meistaramóti Íslands í frjálsíþrótt­um sem fer fram í Kaplakrika um helg­ina. 

Kristján Viggó Sigfinnsson stökk hæst í hástökki karla eða slétta 2 metra. Elías Óli Hilmarsson sló eigið met og stökk hæst 1,94 metra sem skilaði honum í annað sæti. Birnir Vagn Finnsson sló einnig eigið met og stökk hæst 1.91 metra sem skilaði honum þriðja sætinu.

Tiana Ósk Whitworth úr ÍR var efst í undaúrslitunum í 100 metra hlaupi kvenna með 12,06 sekúndur. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki var næstefst með tímann 14,40 sekúndur. 

Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH var efstur í undanúrslitum 100 metra hlaups karla með tímann 10,72 sekúndur. Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson úr Ármanni var næstefstur með tímann 10,99 sekúndur. 

Árni Haukur Árnason úr ÍR vann 110 metra grindahlaup karla. 

Hann kom í mark á tímanum 15,53. Birnir Vagn tók einnig þátt og kom í mark á tímanum 15,62.

Glódís Edda Þuríðardóttir vann 100 metra grindahlaup kvenna með tímann 14,10 sekúndur. Ísold Sævarsdóttir endaði í öðru sæti með tímann 16,54. 

mbl.is