Ingvar og Hafdís fögnuðu sigri

Hafdís Sigurðardóttir og Ingvar Ómarsson fagna sigri.
Hafdís Sigurðardóttir og Ingvar Ómarsson fagna sigri. Ljósmynd/Hjólreiðasamband Íslands

Í dag fór fram Íslandsmótið í götuhjólreiðum en ræst var við Reykjahlíð og hjólaður stór, samfelldur, hringur í áttina að Laxárvirkjun í norður. Hvammsbrekkan var tekin fyrir í tvígang á leiðinni en svo var hjólað í suður sem leið liggur inn að endamarkinu við Jarðböðin (Mývatni).

Sigurvegarar voru þau Hafdís Sigurðardóttir og Ingvar Ómarsson en þau hafa verið með þónokkra yfirburði á þeim götuhjólamótum sem farið hafa fram á þessu sumri. Þess ber að geta að þau unnu einnig Íslandsmótið í tímatöku í Eyjafirði fyrr í vikunni.

Úrslit dagsins í A-flokkunum voru eftirfarandi:

Íslandsmót í götuhjólreiðum - 98 KM

A-flokkur Konur

  1. Hafdís Sigurðardóttir 1989 Félag: Hjólreiðafélag Akureyrar
  2. Ágústa Edda Björnsdóttir 1977 Félag: Tindur
  3. Silja Rúnarsdóttir 1994 Félag: Hjólreiðafélag Akureyrar

Íslandsmót í götuhjólreiðum - 138 KM

A-flokkur Karlar

  1. Ingvar Ómarsson Félag: Breiðablik
  2. Hafsteinn Ægir Geirsson 1980 Félag: Tindur
  3. Þorbergur Ingi Jónsson 1982 Félag: Hjólreiðafélag Akureyrar
mbl.is