Úrslitin úr Meistaramótinu í dag

Aníta Hinriksdóttir og Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir í hlaupinu í dag.
Aníta Hinriksdóttir og Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir í hlaupinu í dag. mbl.is/Kristvin

Það voru erfiðar aðstæður á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum í Kaplakrika í dag. Margir keppendur mættu ekki til leiks, meðal annars Tiana Ósk Whitworth og Kolbeinn Höður Gunnarsson.

Sjá má úrslitin úr mótinu hér að neðan:

200 metra hlaup

Í 200 metra hlaupi karla kom Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson úr Ármanni fyrstur í mark á tímanum 22,09 (+ 3,2) sekúndur. 

Annar í mark var Sæmundur Ólafsson úr ÍR á tímanum 22,34 (+ 3,2) sekúndur. 

Í 200 metra hlaupi kvenna kom María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH fyrst í mark á tímanum 25,52 (+ 2,7) sekúndur 

Önnur í mark var Vilhelmína Þór Óskarsdóttir úr Fjölni á tímanum 26,05  (+ 2,7) sekúndur.

800 metra hlaup

Í 800 metra hlaupi karla kom Kjartan Óli Ágústsson fyrstur í mark á tímanum 2,01 mínútur.

Annar í mark var Hlynur Ólafsson á tímanum 2,02 mínútur. 

Í 800 metra hlaupi kvenna kom Aníta Hinriksdóttir úr FH fyrst í mark á tímanum 2,11 mínútur. 

Önnur var Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir úr FH. Hún kom í mark á tímanum 2,19 mínútur.

400 metra grindahlaup

Daði Arnarsson úr Fjölni var sá eini sem tók þátt í 400 metra grindahlaupi karla. Hann kom í mark á tímanum 57,19 sekúndur. 

Í kvennaflokki sigraði Ingibjörg Sigurðardóttir úr. Hún kom í mark á tímanum 62,79 sekúndur. 

Önnur í mark var Guðrún Fjóla Ólafsdóttir úr Breiðabliki á tímanum 71,19 sekúndum. 

4x400 metra boðhlaup

Fyrst í mark í 4x400 metra boðhlaupi karla var sveit Fjölnis á tímanum 3,26 mínútur.

Önnur í mark var sveit ÍR sem kom í mark á tímanum 3,36 mínútur.

FH var eina sveitin sem tók þátt í 4x400 metra boðhlaupi kvenna. Hún kom í mark á tímanum 4,20 mínútur.  

Langstökk

Í langstökki kvenna stökk Irma Gunnarsdóttir úr FH lengst eða 5,79 (-3,1) metra. 

Næstlengst stökk Ísold Sævarsdóttir úr FH eða 5,55 metra (-3,1) metra.

Daníel Ingi Egilsson úr FH stökk lengst í karlaflokki. Hann stökk 6,92 (-2,6) metra.

Birnir Vagn Finnsson úr UFA stökk næstlengst eða 6,22 (-2,6) metra. 

Hástökk kvenna

Í hástökki kvenna stökk Eva María Baldursdóttir úr Selfossi hæst eða 1,71 m. 

Næsthæst stökk Sóley Kristín Einarsdóttir úr ÍR eða 1,58 m. 

Veðrið hafði aldeilis áhrif á stökkin. 

Stangarstökk karla

Í stangarstökki karla stökk Andri Fannar Gíslason úr KFA hæst eða 3,63 metra. 

Næsthæst stökk Grétar Björn Unnsteinsson úr Fjölni eða 3,03 metra. 

5000 metra hlaupið má sjá hér.

Kringlukast og kúluvarp má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert