Frá Barcelona til Tottenham

Clément Lenglet og Arnór Sigurðsson.
Clément Lenglet og Arnór Sigurðsson. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Clement Lenglet, varnarmaður Barcelona, nálgast Tottenham. Hann kæmi til félagsins á eins árs lánssamningi. 

Lenglet er sagður opinn fyrir hugmyndinni að fara til Norður Lundúna og Barcelona er sagt vilja selja hann, en félagið virðist þurfa að sætta sig við það að lána Frakkann. 

Lenglet kom til Barcelona sumarið 2018 á 31 milljónir punda og spilað 159 leiki fyrir félagið en ekki alveg staðist undir væntingum. 

mbl.is