Murray aldrei dottið jafn snemma úr leik

Andy Murray svekktur á blaðamannafundi eftir tapið í kvöld.
Andy Murray svekktur á blaðamannafundi eftir tapið í kvöld. AFP/Joe Toth

Enski tennisleikarinn Andy Murray er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Bandaríkjamanninum John Isner í annarri umferð mótsins í kvöld.

Murray, sem hefur í tvígang staðið uppi sem sigurvegari á Wimbledon, hefur aldrei á ferli sínum dottið jafn snemma úr leik á mótinu og hann gerði í dag.

Hafði honum ávallt tekist að komast í þriðju umferð mótsins í öll 13 skiptin sem Murray hafði tekið þátt en það tókst ekki í 14. Skiptið.

Isner vann að lokum 3:1-sigur eftir að hafa unnið fyrsta sett 6:4, annað sett 7:6 eftir upphækkun og fjórða sett 6:4. Murray vann þriðja sett 7:6 eftir upphækkun.

Fyrr í dag féll enski táningurinn Emma Raducanu, sem vakti heimsathygli þegar hún vann gífurlega óvæntan sigur á Opna bandaríska meistaramótinu á síðasta ári, úr leik eftir að hafa tapað fyrir Caroline Garcia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert