Þrefaldur meistari eftir þrettán ár og fjögur börn

Íris Anna Skúladóttir, til hægri, á fullri ferð á Meistaramóti …
Íris Anna Skúladóttir, til hægri, á fullri ferð á Meistaramóti Íslands um helgina. Ljósmynd/FRÍ

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Kaplakrika um síðustu helgi. Margir af bestu og þekktustu keppendum landsins tóku þátt og stemningin var góð þrátt fyrir erfiðar veðuraðstæður.

Hin 32 ára gamla Íris Anna Skúladóttir úr FH keppti aftur í fyrsta sinn á MÍ utanhúss frá árinu 2009 og vann þrjá Íslandsmeistaratitla, í 5.000 og 1.500 metra hlaupi ásamt 4x400 metra boðhlaupi. Frá því að hún keppti síðast á mótinu hefur hún eignast fjögur börn.

Það munaði aðeins 33 sekúndubrotum á Írisi og Sigþóru Brynju Kristjánsdóttur úr UFA á Akureyri í 5.000 metra hlaupinu. Þær skiptu hringjunum jafnt á milli sín nema síðasta hringnum þar sem baráttan átti sér stað. Þetta gerði það að verkum að hlaupið var ein mest spennandi grein mótsins.

„Þetta voru sætir sigrar, sérstaklega í 5.000 metra hlaupinu. Við Sigþóra vissum ekki hvor okkar myndi vinna þannig að þetta var mjög spennandi hlaup fyrir okkur báðar. En þar sem þetta var svona tæpt og úrslitin réðust bara á lokametrunum var ég virkilega ánægð með þetta. Það var einnig ánægjulegt að sigra í hinum greinunum þrátt fyrir að boðhlaupið væri bara aukagrein sem kom með stuttum fyrirvara þar sem það vantaði hjá okkur í sveitina. Hin sveitin sem skráð var til leiks dró sig úr keppni með stuttum fyrirvara og við enduðum á að hlaupa einar, um að gera að segja alltaf já við góðri áskorun.“

Keppinauturinn dvaldi hjá henni um helgina

Þekktust þið Sigþóra fyrir mótið?

„Já, við kynntumst í fyrra þegar ég var kölluð óvænt inn í landsliðið þar sem það vantaði einhvern til að hlaupa 3.000 metra hindrunarhlaup. Þar kynntist ég Sigþóru sem var að keppa fyrir Íslands hönd í 3.000 og 5.000 metra hlaupum og svo höfum við verið að hittast í keppnishlaupum síðan þannig að við höfum kynnst ágætlega. Hún gisti hjá mér um helgina þar sem hún er búsett á Akureyri þannig að við vorum samferða á völlinn og svona.“

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »