Bætti eigið heimsmet

Armand Duplantis er besti stangarstökkvari allra tíma.
Armand Duplantis er besti stangarstökkvari allra tíma. AFP/Andrej Isakovic

Armand Duplantis, stangarstökkvarinn magnaði frá Svíþjóð, bætti í kvöld eigið heimsmet utanhúss þegar hann tók þátt á móti í Stokkhólmi í heimalandinu.

Duplantis, sem er ólympíumeistari í greininni, stökk hæst 6,16 metra í kvöld, sem er einum sentimetra hærra en fyrra heimsmet hans sem hann setti í Róm í september árið 2020.

Hann á einnig heimsmetið í stangarstökki innanhúss, sem er 6,20 metrar. Það setti hann á heimsmeistaramótinu innanhúss í Belgrad í Serbíu í mars síðastliðnum.

Duplantis tekur næst þátt á heimsmeistaramótinu utanhúss í Eugene í Oregon-fylki í Bandaríkjunum. Það hefst þann 15. Júlí næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert