Síðasti séns að komast á heimsleikana

Katrín Tanja Davíðsdóttir
Katrín Tanja Davíðsdóttir Ljósmynd/Instagram

Síðasti séns að komast inn á heimsleikana í CrossFit er að lenda í tveim efstu sætum á Last-Chance Qualifier mótinu. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmunds taka þátt á mótinu.

Mótið fer fram í gegnum netið en eftir tvær greinar af fjórum stendur Katrín Tanja í 3. sæti en Sara Sigmunds í 13. sæti. Katrín lenti í 8. sæti í fyrstu greininni en vann svo grein númer tvö. Sara lenti í 16. sæti í fyrri greininni en komst í 10. sæti í seinni. 

Katrín er bara átta stigum frá fyrsta sæti með 172 stig en tvær bandarískar konur standa jafnar í tveim efstu sætunum eins og er. Þær Kloie Wilson og Arielle Lowen eru með 180 stig hvor. Sara er hinsvegar 73 stigum frá þeim með 107 stig.

mbl.is