Bara ég og sláin

Thelma Aðalsteinsdóttir á efsta þrepi verðlaunapallsins í Versölum.
Thelma Aðalsteinsdóttir á efsta þrepi verðlaunapallsins í Versölum. mbl.is/Óttar Geirsson

Norðurlandamótið í áhaldafimleikum fór fram í Versölum, íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi, um helgina og gekk fulltrúum íslensku landsliðanna gríðarlega vel. Mótið byrjaði á liðakeppni á laugardaginn þar sem kvennalandsliðið lenti í 3. sæti og karlalandsliðið í 4. sæti.

Á laugardaginn var einnig keppt í fjölþraut. Í fjölþraut eru einkunnir á öllum áhöldum lagðar saman og í henni er hægt að vinna sig inn í úrslit á einstökum áhöldum. Ísland sendi frá sér lið í unglingaflokki karla og kvenna og í fullorðinsflokki karla og kvenna.

Fulltrúar Íslands í úrslitum voru tíu, þrír í unglingaflokki og sjö í fullorðinsflokki, og uppskáru þau sex verðlaunapeninga og þar á meðal einn Norðurlandameistara.

Thelma Aðalsteinsdóttir endaði í 6. sæti í fjölþraut á laugardaginn og vann sig inn í úrslit á slá. Á sunnudaginn gekk svo sláæfing hennar eins og í sögu og endaði hún mótið sem Norðurlandameistari í greininni.

„Upphitun gekk ekki alveg nógu vel svo ég var ekki að búast við miklu en svo heilsaði ég dómurunum og hugsaði að það væri bara ég og sláin og að ég væri bara að sýna dómurunum þá æfingu sem ég er búin að æfa svona milljón sinnum,“ sagði Thelma í samtali við Morgunblaðið eftir mótið.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »