Arnar og Íris Anna Íslandsmeistarar í 10.000m hlaupi

Íris Anna Skúladóttir á Meistaramótinu 2022.
Íris Anna Skúladóttir á Meistaramótinu 2022. Ljósmynd/FRÍ

Meistaramót Íslands í 10.000m hlaupi fór fram á Kópavogsvelli í gær. Í karlaflokki fór Arnar Pétursson með sigur af hólmi og í kvennaflokki var það Íris Anna Skúladóttir.

BÍris Anna úr FH kom í mark á tímanum 37:27,59 og var um þremur mínútum á undan liðsfélaga sínum Huldu Fanný Pálsdóttur sem fékk silfur. ÍR-ingurinn Helga Guðný Elíasdóttir var þriðja á tímanum 42:48,13.

Arnar hljóp hringina 25 á tímanum 32:28,98 og kom í mark tveimur mínútum og ellefu sekúndum á undan FH-ingnum Val Ella Valssyni sem var annar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert