Dagur Fannar Íslandsmeistari í tugþraut

Dagur Fannar sigraði tugþrautina.
Dagur Fannar sigraði tugþrautina. Ljósmynd/Frjálsíþróttasamband Íslands.

Meistaramót Íslands í fjölþrautum var haldið um helgina og hörð samkeppni var um fyrsta sætið í tugþraut karla en Dagur Fannar Einarsson hreppti titilinn.

Hörð keppni var um Íslandsmeistaratitilinn í tugþraut karla á milli Andra Fannars Gíslasonar og Dags Fannars Einarssonar.

Andri leiddi þrautina með aðeins fjórum stigum eftir laugardaginn sem var fyrsti keppnisdagur af tveim. Dagur var hins vegar kominn í forystu strax eftir fyrstu grein seinni dagsins. Hann hljóp 110 metra grindahlaupið á 16,43 sekúndum en Andri hljóp á 16,55 sekúndum. 

Eftir sjöundu greinina, kringlukastið var Dagur ennþá í forystu. Hann kastaði kringlunni 35,58 metra en Andri kastaði 34,99 metra. Í þeirri áttundu, stangarstökkinu, endurheimti Andri hins vegar forystuna. Andri stökk hæst 3,95 metra en stökk Dags var 20 sentímetrum lægra.Andri var því í forystu en enn var spjótkast og 1500 metra hlaup eftir.

Andri kastaði spjótinu slétta 50 metra á meðan Dagur kastaði tæpum fjórum metrum styttra. Dagur reyndist mun sterkari í 1500 metra hlaupinu og kom í mark á tímanum 4:42,34 en Andri kom í mark á 5:16,92 sem dugði honum til sigurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert