Serena Williams hætt

Serena Williams verður 41 árs gömul í september.
Serena Williams verður 41 árs gömul í september. AFP/Vaughn Ridley

Bandaríska tenniskonan Serena Williams tilkynnti í dag að hún væri hætt í tennis eftir farsælan feril.

Opna bandaríska meistaramótið fer fram í New York 29. ágúst til 11. september og það mun verða hennar síðasta mót. 

„Þetta er það erfiðasta sem ég get ímyndað mér. Ég vil ekki að þessu sé lokið en ég er tilbúin í það sem kemur næst," sagði Williams við Vogue. 

„Ég hef verið treg til þess að viðurkenna að ég þurfi að hætta að spila tennis. Þetta er eins og tabú umræðuefni. Það kemur upp og ég byrja að gráta. Ég held að eina manneskjan sem ég hef farið þangað með sé sálfræðingurinn minn,“ sagði hún.

Hún vill eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni en hún á fimm ára dóttir hana Olympia og eiginmanninn Alexis Ohanian og langar að gefa dóttur sinni systkini.

„Trúðu mér, ég vildi aldrei þurfa að velja á milli tennis og fjölskyldu. Mér finnst það ekki sanngjarnt. Ef ég væri strákur væri ég ekki að skrifa þetta því ég væri þarna úti að spila og vinna á meðan konan mín væri að vinna líkamlegu vinnuna við að stækka fjölskylduna okkar. Kannski væri ég meiri Tom Brady ef ég fengi það tækifæri," sagði Williams.

Serena Williams hefur fimm sinnum unnið öll fjögur risamót sem eru á einu ári. Hún hefur unnið 73 einstaklingstitla og 23 risamót á ferlinum og er aðeins einum risatitli frá því að jafna met Margaret Court.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert