Anton sleppir fyrri grein á EM

Anton Sveinn McKee keppir ekki í 100 metra bringusundi á …
Anton Sveinn McKee keppir ekki í 100 metra bringusundi á EM. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Anton Sveinn McKee, fremsti sundmaður Íslands, keppir ekki í 100 metra bringusundi á EM í Róm á morgun. Hann staðfesti tíðindin við mbl.is í dag.

Anton er enn að jafna sig á fullu eftir slæma matareitrun og vill frekar fá aukadaga í hvíld fyrir sína bestu grein, 200 metra bringusund, sem er á laugardag.

Bæði Anton og kærasta hans, þríþrautakonan Guðlaug Edda Hannesdóttir, veiktust illa eftir að hafa borðað sushi á dögunum. 

mbl.is