FH-ingar þrefaldir bikarmeistarar

FH varð þrefaldur bikarmeistari í dag.
FH varð þrefaldur bikarmeistari í dag. Ljósmynd/FRÍ

FH-ingar gerðu sér lítið fyrir og urðu þrefaldir bikarmeistarar í frjálsum íþróttum er 55. bikarkeppni FRÍ var haldin á frjálsíþróttasvæði Breiðabliks í dag. 

FH varð bikarmeistari í karla- og kvennaflokki og í leiðinni í heildarstigakeppninni. FH fékk alls 110 stig, 20 stigum meira en ÍR sem varð í öðru sæti. Breiðablik endaði í þriðja sæti með 75 stig.

Í 20 greinum vann FH tólf, ÍR vann fimm og Breiðablik þrjár. 

Elísabet Rut Rúnarsdóttir, Íslandsmethafi í sleggjukasti, setti nýtt mótsmet er hún kastaði 60,94 metra.  

Öll úrslit mótsins má sjá með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert