Snæfríður og Anton í undanúrslitum

Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir keppti í 200 metra skriðsundi í morgun.
Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir keppti í 200 metra skriðsundi í morgun. Ljósmynd/SSÍ

Í morgun var þriðji dagur Evrópumótsins í sundi og Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir synti 200 metra skriðsund og komst inn í undanúrslit. Ant­on Sveinn McKee komst einnig í undanúrslit í 200 metra bring­u­sundi.

Snæfríður Sól synti í morgun á tímanum 2.02,00 mín. og varð fyrsti varamaður inn í undanúrslit. Það kom fljótlega í ljós úrskráning svo Snæfríður mun keppa í 200 metra skriðsundi í kvöld.

Anton Sveinn var þriðji inn í undanúrslit þegar hann synti í morgun á tímanum  2.11,82 mín. 

Ant­on Sveinn McKee.
Ant­on Sveinn McKee. Ljósmynd/SSÍ

 

í 100m flugsund keppti Símon Elías Statkevicius en þetta er hans þriðji keppnisdagur í röð. Hann fór á tímanum  55,39 sek. en hans eldri tími var 55,90 sek. svo þetta var góð bæting hjá honum.

Símon Elías Statkeviciu.
Símon Elías Statkeviciu. Ljósmynd/SSÍ

 Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert