Símon Elías hefur lokið keppni á EM

Símon Elías keppti í fjórum greinum.
Símon Elías keppti í fjórum greinum. Ljósmynd/SSÍ

Símon Elías Statkevicius hefur lokið keppni á Evrópumótinu í Róm eftir keppni í 50 metra skriðsundi í morgun.

Símon Elías synti á tímanum 23,27 í morgun sem er flott bæting hjá honum en eldri tími hans í greininni var 23,49.

Þetta var hans fjórða grein á mótinu með flottan árangur en hann bætti sig í nær öllum greinum sem hann tók þátt í en þetta var hans fyrsta stórmót í fullorðinsflokki.

Hinar greinar hans voru 50 metra flugsund, 100m skriðsund og 100m flugsund og hann bætti sig í þrem af fjórum greinum. Í 100 metra skriðsundi var hann nálægt sínum besta tíma en náði ekki að bæta hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert