Hilmar Örn með sitt besta kast á árinu

Hilmar Örn Jónsson keppti einnig í sleggjukasti á HM í …
Hilmar Örn Jónsson keppti einnig í sleggjukasti á HM í sumar. AFP/Patrick Smith

Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson kastaði sínu besta kasti á árinu í morgun en það kast fór 76,33 metra í forkeppni á EM í frjálsíþróttum sem fram fer í Munchen, Þýskalandi. 

 Fyrsta kast Hilmars var ógilt vegna þess að hann steig út fyrir kasthringinn en annað kast hans var gott og gilt og fór 72,87 metra.

Þriðja kast hans var svo það lengsta sem hann hefur kastað á tímabilinu í ár og dreif 76,33 metra. Það dugði honum inn í úrslit og hann endaði þriðji í sínum hóp. 

Hilmar er því komin í úrslit með kastinu sem var hans annað lengsta á ferlinum og má sjá kastið hér fyrir neðan.

 

Sigurbjörn Árni Arngrímsson, lýsandi á RÚV, var virkilega ánægður með frábært kast Hilmars og benti einnig á það að hann er fyrsti íslenski keppandinn sem kemst í úrslit í sleggjukasti á stórmóti.

Klukkan 11.35 í dag að íslenskum tíma keppir kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason í forkeppni EM.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert