Hin 19 ára Raducanu vann Serenu Williams

Serena Williams verður 41 árs í september.
Serena Williams verður 41 árs í september. AFP/Matthew Stockman

 Serena Williams fór illa af stað á Opna banda­ríska meist­ara­mótinu í tennis sem haldið er í New York en hún tapaði sínum fyrsta leik gegn Emmu Raducanu.

Mótið er það síðasta sem Williams keppir á en hún tilkynnti það á dögunum að hún sé að hætta. 

Fyrstu leikur hennar endaði með stóru tapi gegn hinni 19 ára Emmu Raducanu, sem er ein besta tenniskona Englands en Raducanu hafði bet­ur í tveim­ur sett­um. Fyrra vann hún 6:4 og seinna 6:0 á rúmlega klukkutíma.

„Allt sem hún hefur afrekað hefur verið svo mikill innblástur og það var sannur heiður að deila vellinum með henni,“ sagði unga Raducanu eftir leikinn.

Eftir sigurinn deildi Raducanu svo færslu á Twitter og sagðist vera þakklát að hafa deilt vellinum með Williams.

mbl.is