Þrír Íslendingar á meðal 30 efstu

Ingvar Ómarsson endaði í 30. sæti.
Ingvar Ómarsson endaði í 30. sæti. Ljósmynd/Hjólreiðasamband Íslands

Þrír Íslendingar kepptu í tímatöku á Evrópumótinu í hjólreiðum í München í dag.

Hafdís Sigurðardóttir og Silja Rúnarsdóttir urðu í 26. og 28. sæti í kvennaflokki. Hafdís kom í mark á tímanum 34:58,81 mínútum og Silja á 35:44,78 mínútum. Marlen Reusser frá Sviss kom fyrst í mark á 30:59,90 mínútum.

Í kaflaflokki hafnaði Ingvar Ómarsson í 30. sæti er hann kom í mark á 31:12,19 mínútum. Var hann rúmum fjórum mínútum á eftir sigurvegaranum Stefan Bisseger frá Sviss. Ingvar hafnaði í 111. sæti í hjólreiðakeppninni á sunnudag.

mbl.is