Fjöldi meta féllu á Íslandsmótinu í spyrnu

Ánægðir verðlaunahafar á laugardag.
Ánægðir verðlaunahafar á laugardag. Ljósmynd/B&B Kristinsson

Yfir 40 tæki voru skráð í tíu flokkum þegar síðasta umferðin í Íslandsmótinu í spyrnu var haldin á dögunum á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði. 

Sumarið hefur verið líflegt en þátttaka hefur verið mjög góð og met hríðfallið með mögnuðum tilþrifum. 

Aðstæður á laugardag voru góðar en þó veðrið hafi verið misjafnt þetta sumarið þá hefur keppnishald Íslandsmótsins tekist einstaklega vel.

Kvartmíluklúbburinn hefur einnig uppfært tækjabúnað til keppnishalds sem tryggir betra rennsli í keppnum og þéttara utanumhald um skipulag.

DS flokkur líflegur í allt sumar

Door Slammer flokkurinn hefur verið mjög líflegur í sumar, mörg sérútbúin tæki hafa sett magnaðan tíma í keppnum sumarsins og baráttan á köflum verið mjög hörð. 

Þannig hefur Stefán Kristjánsson átt besta árangurinn í sumar, en hann setti enn eitt metið í lokakeppninni, ók áttungsmílu á 4,895 sek á 144,2 mílna hraða sem hann síðan bakkaði upp með 4,911 sekúndum. 

Það var þó Gunnlaugur Gunnlaugsson sem varð Íslandsmeistari eftir lokaumferðina með flest samanlögð stig tímabilsins.

Gunnlaugur Gunnlaugsson varð Íslandsmeistari í DS flokki.
Gunnlaugur Gunnlaugsson varð Íslandsmeistari í DS flokki. Ljósmynd/B&B Kristinsson

Sirin með sigur og Íslandsmeistaratitil í TF flokki

Fimm keppendur mættu í TF flokkinn í lokaumferðinni á laugardag. Hörð barátta hefur verið í flokknum í allt sumar og mörg skemmtileg tilþrif. 

Úrslitin á laugardag fóru á þann veg að Sirin Kongsanan sigraði á Honda Civic og í öðru sæti varð Benedikt Svavarsson á Camaro.

Sirin Kongsanan er búinn að vera sterkur í sumar.
Sirin Kongsanan er búinn að vera sterkur í sumar. Ljósmynd/B&B Kristinsson

Þannig landaði Sirin Íslandsmeistaratitli eftir gott gengi í sumar.

Glæsilegt Íslandsmet og Íslandsmeistaratitill í B-flokki mótorhjóla

Vel hefur gengið hjá Davíð Þór Einarssyni í flokki breyttra mótorhjóla, en hann ekur Suzuki Hayabusa.

Davíð Þór Einarsson setti Íslandsmet og tryggði sér Íslandsmeistaratitil.
Davíð Þór Einarsson setti Íslandsmet og tryggði sér Íslandsmeistaratitil. Ljósmynd/B&B Kristinsson

Davíð hefur kitlað metin í allt sumar en hann endaði tímabilið með glæsilegu Íslandsmeti, ók kvartmíluna á 8,492 sekúndum á 164,7 mílna hraða sem hann síðan  bakkaði upp með tímanum 8,55 sekúndum.

King of the Street á laugardag

Tímabilinu er hvergi nærri lokið í sumar en á laugardag verður haldin keppni í áttungsmílu, King of the Street, á kvartmílubrautinni Hafnarfirði. 

Þannig verður keppt eftir útsláttarkeppni í flokki bíla og mótorhjóla og keppendum verður raðað upp eftir viðbragðstíma á startljósum. 

Það verður því allt galopið og ómögulegt að segja hverjir enda í úrslitum. Keppni hefst klukkan 15.

Eftirfarandi urðu Íslandsmeistarar eftir lokaumferðina á laugardag:

Bílar

DS flokkur:

Gunnlaugur Gunnlaugsson BA

T/C flokkur:

Harry Hólmgeirsson KK

T/D flokkur:

Sigurður Ólafsson KK

T/E flokkur:

Ragnar S Ragnarsson BA

T/F flokkur:

Sirin Kongsanan KK

Mótorhjól

B flokkur:

Davíð Þór Einarsson KK

G+ flokkur:

Hrannar Óttarsson BA

mbl.is
Loka