Klárlega stærra en Íslandsmetið

Hilmar Örn Jónsson býr sig undir að kasta sleggjunni í …
Hilmar Örn Jónsson býr sig undir að kasta sleggjunni í úrslitunum á Evrópumótinu í München í Þýskalandi í gærkvöldi. AFP/Patrick Smith

„Ég var svolítið svekktur með árangurinn í dag,“ viðurkenndi sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson í samtali við Morgunblaðið eftir að hann hafnaði í tólfta sæti í greininni á Evrópumótinu í München í Þýskalandi í gærkvöldi.

Hilmar tryggði sér sæti í úrslitum með góðum árangri í undanriðli. Þar kastaði hann 76,33 metra, sem er hans besta kast á árinu. Í gær náði hann hins vegar aðeins einu gildu kasti, 70,03 metra, í þremur tilraunum. Íslandsmet hans er 77,10 metrar og var hann því nokkuð frá sínu besta í úrslitunum.

Töfin hafði áhrif

„Ég er ánægður með hvernig ég bar mig út á velli og var tilbúinn í þetta. Ég náði því miður ekki að setja saman kast, en ég var alveg klár og tilbúinn. Ég á eftir að fara betur yfir með þjálfaranum mínum hvað klikkaði en það vantaði ekkert. Það er örugglega hægt að finna ástæðu fyrir því hvers vegna ég gat ekki sett saman gott kast en svona var þetta í dag,“ sagði hann.

Vegna mikillar úrkomu þurfti að seinka keppni um 20 mínútur og Hilmar viðurkennir að það hafi haft áhrif á undirbúning sinn fyrir úrslitin. „Rigningin hafði ekki mikil áhrif á mig. Eina sem hafði áhrif var töfin, því ég var í banastuði á æfingasvæðinu en svo þurftum við að bíða í skjóli í 20 mínútur. Það dró úr mér en ég læri af því.“

Í hörkustuði og sýndi það

Hilmar er fyrsti Íslendingurinn í sögunni sem kemst í úrslit í sleggjukasti á stórmóti í frjálsum íþróttum og hann viðurkennir að það hafi verið skemmtileg tilfinning að ganga á keppnisvöllinn með hinum ellefu bestu kösturum álfunnar.

„Þetta var ekkert ólíkt því sem var í undanúrslitunum, nema að núna vorum við bara tólf bestu og það var ákveðin tilfinning og maður kveikti að maður var einn af tólf bestu. Svo var það bara keppni og allt í gang,“ sagði hann.

Viðtalið við Hilmar má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »