„Þú færð rass, brjóst og þú þyngist“

„Það vantar ákveðna vitundarvakningu í kringum ungar konur í íþróttum,“ sagði þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Guðlaug Edda, sem er 27 ára gömul, byrjaði að æfa ólympíska þríþraut árið 2016 eftir að hafa æft fimleika og sund á sínum yngri árum.

Þegar hún æfði sund lenti hún á hálfgerðum vegg þegar hún var að ganga í gegnum kynþroskaskeiðið.

„Þú færð rass, brjóst og þú þyngist þegar að þú gengur í gegnum þetta kynþroskaskeið,“ sagði Guðlaug Edda.

„Ungar konur hugsa oft af hverju þær séu að þyngjast, þrátt fyrir að þær æfi af fullum krafti. Ég sjálf til dæmis hugsaði að ég hlyti að vera að borða of mikið og dró þar af leiðandi verulega úr því að næra mig,“ sagði Guðlaug Edda meðal annars.

Viðtalið við Guðlaugu Eddu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert