Hágrét eftir að hafa villst í Kína

„Ég ferðaðist einu sinni ein til Kína og þetta er erfitt land að ferðast einn til þar sem landið er stórt, það er margt fólk þarna og það talar eiginlega enginn ensku,“ sagði þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Guðlaug Edda, sem er 27 ára gömul, byrjaði að æfa þríþraut árið 2016 en hún er fremsta þríþrautarkona landsins í dag.

Undanfarin ár hefur hún keppt mjög reglulega á hinum ýmsu alþjóðlegu mótum og hefur hún af þeim sökum ferðast mjög víða um heiminn.

„Ég fer út að hjóla og ég villtist,“ sagði Guðlaug Edda.

„Ég var ekki með neitt netsamband og það tók mig þrjá og hálfan tíma að koma mér heim á hótel,“ sagði Guðlaug Edda.

Viðtalið við Guðlaugu Eddu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is