Vil ekki að börnin mín verði eins og Michael Jordan

„Mér finnst mjög gaman að aðalfyrirmyndin í hlaupunum sé týpa eins og hann en ekki týpa eins og Michael Jordan til dæmis,“ sagði langhlauparinn Arnar Pétursson í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins. 

Arnar, sem er 31 árs gamall, hitti keníska langhlauparann Eliud Kipchoge í eitt sinn þegar hann var í æfingaferð í Afríku.

Arnar byrjaði að æfa langhlaup af fullum krafti árið 2011 eftir að hafa æft körfubolta nánast allt sitt líf.

„Jordan er svona týpa sem myndi rústa þér í körfuboltaleik, stíga ofan á hálsinn á þér og pakka þér svo saman í golfi,“ sagði Arnar.

„Jordan var auðvitað sturlaður keppnismaður en hann er ekki týpa sem ég myndi vilja að börnin mín myndu líkjast,“ sagði Arnar meðal annars.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert