Segir ýmislegt um það hversu langt Ísland er komið

Martin Hermannsson er lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu.
Martin Hermannsson er lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Um þetta leyti fyrir fimm árum var ég staddur í Helsinki í Finnlandi og fylgdist með Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket eins og mótið er kallað á alþjóðlega vísu.

Þangað fór ég til að fjalla um íslenska landsliðið sem var komið á þetta stórmót í annað skiptið í röð.

Tveir ungir piltar, sem slógu í gegn í riðlinum sem var leikinn í Helsinki og spiluðu gegn Íslandi, vöktu óskipta athygli mína og annarra. Átján ára gutti frá Slóveníu, Luka Doncic að nafni, og tvítugur finnskur sláni, Lauri Markkanen.

Þeir voru svo sem ekki alveg óþekktir. Doncic hafði þegar leikið í tvö ár með Real Madrid og Markkanen var nýbúinn að semja við Chicago Bulls og þegar orðinn þjóðhetja í Finnlandi.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert