Fjórði besti tíminn frá upphafi

Íslensku keppendurnir stóðu sig vel í Danmörku um nýliðna helgi.
Íslensku keppendurnir stóðu sig vel í Danmörku um nýliðna helgi. Ljósmynd/FRÍ

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir náði frábærum árangri í hálfmaraþoni í Kaupmannhafnaramaraþoninu sem fram fór í Danmörku um nýliðna helgi.

Sigþóra Brynja kom í mark á tímanum 1:19,13 sem er fjórði besti tími íslenskrar konu í greininni frá upphafi. 

Andrea Kolbeinsdóttir á Íslandsmetið í greininni en hún kom í mark á tímanum 1:17,52 í í október árið 2020.

Íris Anna Skúladóttir og Íris Dóra Snorradóttir tóku einnig þátt í Kaupmannahafnarmaraþoninu en Íris Anna kom í mark á tímanum 1:19,22 og Íris Dóra á tímanum 1:21,01.

Þetta er besti tími þeirra beggja í greininni og bættu þær sig báðar um fjóra og hálfa mínútu.

mbl.is
Loka