KR ætti að taka sér Valsmenn til fyrirmyndar

Í Vesturbænum snúast hlutirnir um karlaíþróttir.
Í Vesturbænum snúast hlutirnir um karlaíþróttir. mbl.is/Óttar Geirsson

Það þarf engan sérstakan sérfræðing til þess að átta sig á því að það er ekki sami metnaður fyrir kvennastarfinu og fyrir karlastarfinu í Vesturbænum.

Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, mætti í viðtal hjá RÚV eftir tapið gegn Selfossi um helgina þar sem hún gagnrýndi umgjörðina í kringum liðið harðlega.

Þjálfari liðsins, Cristopher Harrington, sem er jafnframt þriðji þjálfari liðsins á tímabilinu, lét mjög áhugaverð ummæli falla í leiknum þegar Hannah Lynne Tillett meiddist illa og engar börur voru til staðar í Vesturbænum. „Kvennafótboltinn skiptir engu máli í KR,“ sagði þjálfarinn.

Í september árið 2020 tók ég viðtal við Margréti Köru Sturludóttur en hún hafði þá nýverið tilkynnt að körfuboltaskórnir væru komnir á hilluna. „Það má alveg setja spurningarmerki við það af hverju þetta endar alltaf svona hjá félaginu með reglulegu millibili.“

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert