Hafnaði í fimmta sæti í Serbíu

Máni Hrafn Stefánsson og Aleksandr Stoljarov þjálfari.
Máni Hrafn Stefánsson og Aleksandr Stoljarov þjálfari. Ljósmynd/Sambo 80

Máni Hrafn Stefánsson keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í Sambo í Novi Sad í Serbíu í síðustu viku og stóð sig vel.

Máni Hrafn bætti sig frá síðustu keppni þar sem hann tapaði eina bardaga sínum.

Að þessu sinni hafnaði hann í fimmta sæti í +98 kílógramma flokki.

Í bardögunum sem ekki unnust á EM í Serbíu tapaði Máni Hrafn fyrir keppendum sem höfnuðu að lokum í fyrsta og og þriðja sæti. 

mbl.is
Loka