Hægara sagt en gert að undirbúa sig

Þorsteinn Halldórsson situr fyrirr svörum á blaðamannafundi Íslands í gær.
Þorsteinn Halldórsson situr fyrirr svörum á blaðamannafundi Íslands í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Agla María Albertsdóttir snýr aftur í leikmannahóp íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn annað hvort Belgíu eða Portúgal þar sem sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins 2023, sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar, er undir.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnti leikmannahóp sinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í gær.

Þekkja vel til Belganna

„Við þekkjum ágætlega til Belganna eftir að hafa spilað á móti þeim á Evrópumótinu á meðan Portúgal er lið sem við höfum ekki spilað við áður,“ sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal þegar hann ræddi um mögulega mótherja íslenska liðsins.

„Auðvitað er það skrítið að fá það á hreint á fimmtudagskvöldi, fimm dögum áður en við eigum að spila, hverjum við séum að fara mæta. Við munum undirbúa okkur fyrir báða mótherja og reyna að vera sem best undirbúin, sama hver andstæðingurinn verður.“

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert