Hugi skoskur bikarmeistari

Hugi Halldórsson á mótinu í Skotlandi.
Hugi Halldórsson á mótinu í Skotlandi.

Karatemaðurinn efnilegi Hugi Halldórsson úr Karatefélagi Reykjavíkur sigraði í flokki ungmenna í kumite á Opna skoska bikarmeistaramótinu sem fram fór um helgina.

Hann sigraði Scott Anderson frá Skotlandi í úrslitaviðureigninni en Anderson er í áttunda sæti heimslistans í flokki 16-17 ára og Hugi er í 91. sæti.

Auk þess fékk Hugi tvenn silfurverðlaun á mótinu, í +76 kg flokki í kumite 16-17 ára og í kata ungmenna.

Hugi hefur æft í Skotlandi að undanförnu og keppti á mótinu með félaginu CEK sem varð sigursælast allra á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert