Sigurmark í framlengdum leik

Kári Arnarsson og Axel Orongan fagna marki.
Kári Arnarsson og Axel Orongan fagna marki. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Axel Orongan reyndist hetja SR þegar liðið heimsótti Fjölni í Hertz-deild karla í íshokkí í Egilshöll í Grafarvogi í kvöld.

Leiknum lauk með 5:4-sigri SR en Axel skoraði sigurmark leiksins í framlengingu.

SR leiddi 2:1 eftir fyrsta leikhluta með mörkum frá þeim Pétri Maack og Sölva Atlasyni en Kópur Guðjónsson skoraði mark Fjölnis.

Fjölnir leiddi svo 4:2 að öðrum leikhluta loknum þar sem Thomas Vidal, Viktor Svavarsson og Kristján Kristinsson skoruðu mörk Fjölnis.

Sölvi Atlason og Axel Orangan jöfnuðu hins vegar metin fyrir SR í 4:4 í þriðja leikhluta og því var gripið til framlengingar þar sem SR hafði betur.

SR er með 5 stig í efsta sæti deildarinnar en Fjölnir er í öðru sæti með 1 stig en bæði lið hafa leikið tvo leiki. Íslandsmeistarar SA eru svo án stiga en þeir eiga tvo leiki til góða á SR og Fjölni.

mbl.is