Hart barist á Akureyri

Leikmenn Aftureldingar fagna í KA-heimilinu í kvöld.
Leikmenn Aftureldingar fagna í KA-heimilinu í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Afturelding vann sterkan sigur gegn KA þegar liðin mættust í hörkuleik í úrvalsdeild karla í blaki í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld.

Leiknum lauk með 3:1-sigri Aftureldingar þar sem Afturelding vann fyrsta settið 27:25 eftir upphækkun.

KA jafnaði metin í öðru settinu með 25:16 sigri en Afturelding vann næstu tvö sett með minnsta mun, 27:25 eftir upphækkun og loks 25:23.

Afturelding er með 4 stig í efsta sætinu en KA er í öðru sætinu með 2 stig.

mbl.is