Völsungur fer vel af stað

Nikkia Jeanneen Benítez sækir að Þrótturum í kvöld.
Nikkia Jeanneen Benítez sækir að Þrótturum í kvöld. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Völsungur vann góðan sigur gegn Þrótti úr Fjarðabyggð í úrvalsdeild kvenna í blaki í Íþróttahöllinni á Húsavík í 1. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 3:0-sigri Völsungs en Völsungur vann fyrstu hrinuna 25:20.

Annarri hrinunni lauk með 25:17-sigri Völsungs og þeirri þriðju og síðustu með 25:22-sigri Völsungs.

Völsungar er með 3 stig í efsta sæti deildarinnar en Þróttarar verma botnsætið án stiga.

mbl.is