Öruggt hjá HK í Kópavogsslag

Úr leik hjá HK á síðasta tímabili.
Úr leik hjá HK á síðasta tímabili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í gærkvöld tók HK á móti Stál-úlfi í Digranesi í úrvalsdeild karla í blaki. Heimamenn unnu leikinn að lokum örugglega, 3:0.

HK vann fyrstu hrinu 25:11, aðra hrinu 25:23 og 25:20 í þeirri þriðju og síðustu.

Stigahæstur í liði HK var Valens Torfi Ingimundarson með 10 stig og næstur á eftir honum var Andreas Hilmir Halldórsson með 8 stig.

Í liði Stál-úlfs var Andrzej Kubicki stigahæstur með 8 stig og næst stigahæstur var Ólafur Arason með 5 stig.

Næsti leikur hjá HK fer fram næstkomandi laugardag, 8. október, þegar liðið fær KA í heimsókn í Digranesi.

Stál-úlfur spilar næst sunnudaginn 16. október, þegar liðið tekur á móti Aftureldingu í Fagralundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert