Mamma bannaði mér að hætta

„Ég prófaði að æfa bæði fótbolta og dans þegar ég var yngri,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Andrea Sif, sem er 26 ára gömul, er uppalin í Garðabænum en hún byrjaði að æfa fimleika þegar hún var fjögurra ára gömul.

Hún hefur verið ein fremsta hópfimleikakona landsins undanfarin ár og varð meðal annars Evrópumeistari með kvennalandsliðinu á síðasta ári.

„Það kom tímapunktur þar sem mig langaði að hætta í fimleikunum,“ sagði Andrea.

„Krakkarnir í skólanum voru að fara gera eitthvað skemmtilegt og ég kannski gat ekki tekið þátt í því þar sem það fór gríðarlega mikill tími í fimleikana.

Mamma bannaði mér að hætta í fimleikum og ég er mjög þakklát fyrir það í dag,“ bætti Andrea við.

Viðtalið við Andreu Sif í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert