Hanna tilnefnd sem kona ársins í Bandaríkjunum

Körfuknattleiks- og frjálsíþróttakonan Hanna Þráinsdóttir hefur verið tilnefnd í hóp þrjátíu bestu íþróttakvenna í bandarísku háskólunum á þessu ári, en úr þeim hópi verður valin kona ársins í janúar 2023.

Hanna Þráinsdóttir, til vinstri, í leik með Haukum fyrir nokkrum …
Hanna Þráinsdóttir, til vinstri, í leik með Haukum fyrir nokkrum árum. mbl.is/Styrmir Kári

Það er Háskólaíþróttasamband Bandaríkjanna (NCAA) sem stendur að valinu og Hanna hefur verið boðuð til verðlaunahátíðar NCAA  sem haldin verður í San Antonio í Texas í janúar. Við valið er tekið tillit til fjögurra megin þátta sem eru íþróttaárangur, námsárangur, leiðtogahæfileikar og samfélagsleg virkni.

Hanna er fyrsta íslenska konan sem hefur hlotið slíka tilnefningu en hún lauk námi frá Georgian Court University í vor. Samkvæmt tölum frá Háskólaíþróttasambandi Bandríkjanna frá 2020 eru 1.098 háskólar aðilar að sambandinu og þeir reka íþróttadeildir með samtals 24 íþróttagreinum í karla og kvennaflokki, með 504.000 íþróttamönnum, þar af 223.000 konum.

Úr þessum fjölmenna hópi kvenna tilnefndu háskólarnir upphaflega 577 konur og í ágúst var þeim fækkað niður í 156. Núna standa 30 eftir. 

Hanna Þráinsdóttir á Meistaramóti í frjálsíþróttum í Kaplakrika.
Hanna Þráinsdóttir á Meistaramóti í frjálsíþróttum í Kaplakrika. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

NCAA hefur birt umsagnir um allar þrjátíu íþróttakonurnar og umsögnin um Hönnu fer hér á eftir:

Division II
School: Georgian Court University
Conference: Central Atlantic Collegiate Conference  
Sports: Basketball, outdoor track and field
Majors: Digital communication; psychology

Two-time CACC champion Hanna Thrainsdottir was a member of the 2021 CACC regular-season champion basketball team, leading her team to the second round of the NCAA Division II Women's Basketball East Regional.

She also was a member of the 2022 CACC outdoor champion track and field team, placing third in the high jump.

Thrainsdottir was chosen by the Icelandic Fulbright Commission for a 2022 Fulbright Fellowship. The two-time Georgian Court Scholar-Athlete of the Year received the 2022 Academic Excellence Award and the 2022 School of Business and Digital Media Advisory Council Emerging Leader Award.

A 2021 Division II Athletics Directors Association Academic Achievement Award recipient, she earned the CACC's Top XVI Award for the student-athlete with the highest grade-point average at a championship.

She received Georgian Court's 2021 Award for Excellence in Academics, Research and Community Service in Psychology and has presented at academic conferences on media studies and psychology.

On campus, Thrainsdottir served as president of LGBTQ@GCU and was a member of the programming committee for the Council for Diversity, Equity and Inclusion.

A journalist with the student-run newspaper, she was a member of the School of Business and Digital Media Student Advisory Council and mentored new international students through the Office of Global Education.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert