Myndir: Blikar fögnuðu titlinum með flugeldasýningu

Það var boðið upp á flugeldasýningu í Kópavoginum í kvöld.
Það var boðið upp á flugeldasýningu í Kópavoginum í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Stuðningsmenn Breiðabliks fjölmenntu á Kópavogsvöll í kvöld þegar liðið tók á móti KR í efri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu til þess að fagna fyrsta Íslandsmeistaratitli karlaliðsins í tólf ár.

Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á mánudaginn var þegar Stjarnan lagði Víking úr Reykjavík að velli í Garðabænum en eftir leikinn var ljóst að ekkert lið gæti náð Breiðablik að stigum í síðustu þremur umferðunum.

Það var því mikið um dýrðir á Kópavogsvelli í kvöld þar sem stuðningsmenn liðsins fjölmenntu og var meðal annars blásið til flugeldasýningar fyrir leik.

Leikmenn KR stóðu heiðursvörð fyrir Íslandsmeistarana.
Leikmenn KR stóðu heiðursvörð fyrir Íslandsmeistarana. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Þá stóðu leikmenn KR heiðursvörð fyrir Blika þegar liðið gekk út á völlinn en KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Blika að velli í kvöld með einu marki gegn engu.

Þetta var fyrsta tap Breiðabliks á heimavelli í deildinni síðan 2. maí árið 2021 þegar liðið tapaði einmitt fyrir KR og þá var þetta fyrsti heimaleikur liðsins í sumar þar sem liðinu mistekst að skora mark.

Þrátt fyrir tapið var góð stemning á Kópavogsvelli enda í annað sinn í sögu félagsins sem karlalið félagsins verður Íslandsmeistari.

Ljósmyndarinn Kristinn Steinn Traustason var á Kópavogsvelli í kvöld og fangaði stemninguna hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Blika.

Það var boðið upp á flugeldasýningu í Kópavoginum í kvöld.
Það var boðið upp á flugeldasýningu í Kópavoginum í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn
Ljósmynd/Kristinn Steinn
Ljósmynd/Kristinn Steinn
Ljósmynd/Kristinn Steinn
Ljósmynd/Kristinn Steinn
Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is