Eygló tryggði sér Evrópumeistaratitilinn

Eygló Fanndal Sturludóttir tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í dag.
Eygló Fanndal Sturludóttir tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í dag. Ljósmynd/LSÍ

Eygló Fanndal Sturludóttir hreppti í dag fyrstu gullverðlaunapeninga Íslendings á Evrópumeistaramóti í ólympískum lyftingum í sögunni þegar hún keppti á EM Junior og U23 í Tírana í Albaníu.

Eygló, sem er 21 árs gömul, lét ekki einn gullverðlaunapening nægja þar sem hún gerði sér lítið fyrir og vann gull í öllum þremur greinum; í snörun, jafnhendingu og samanlögðu.

Eygló bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur, en sú sem varð í 2. sæti var 12 kílögrömmum undir Eygló í samanlögðum árangri.

Eygló heldur nú öllum Íslandsmetum í U20, U23 og Senior í 71 kg og 76 kg flokki kvenna. Einnig heldur hún Norðurlandametum í U20 í snörun, bæði í 71 kg flokki og 76 kg flokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert