Eitt HM-æði tekur við af öðru

Ómar Ingi Magnússon er einn besti handknattleiksmaður heims.
Ómar Ingi Magnússon er einn besti handknattleiksmaður heims. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Nú er HM karla í fótbolta í fullum gangi þar sem flestir leikirnir hafa verið hin besta skemmtun, þótt markalaus jafntefli séu aðeins of mörg hingað til.

Alltaf þegar mótið fer fram grípur um sig HM-æði hér á landi og er það vel skiljanlegt, ekki síst í skammdeginu.

Í janúar næstkomandi tekur eitt HM-æðið við af öðru þegar karlalandslið Íslands í handknattleik tekur þátt á HM 2023 í Svíþjóð og Póllandi.

Ég viðurkenni að spennan fyrir því móti fer stöðugt vaxandi enda Ísland með eitt mest spennandi lið heims.

Á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar síðastliðnum hafnaði liðið í 6. sæti og er eflaust staðráðið í að gera enn betur á HM. Ekki verður annað sagt en að leikmannahópur Íslands sé ógnarsterkur og þá á ég við 35 manna æfingahópinn.

Bakvörð Gunnar má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »