Hamar á toppnum um jólin

Kristján Valdimarsson var stigahæstur Hamars-manna í dag. Hann er hér …
Kristján Valdimarsson var stigahæstur Hamars-manna í dag. Hann er hér í treyju númer fjögur. Ljósmynd/Kristín H. Hálfdánardóttir

Hamar vann 3:0-heimasigur á KA í úrvalsdeild karla í blaki í Hveragerði í dag.

Hamar vann fyrstu tvær hrinurnar örugglega, 25:14 og 25:18. KA-menn bitu svo frá sér í þriðju hrinu og var staðan jöfn framan af leik. Eftir það skriðu Hamarsmenn framúr en náðu aldrei nema þriggja stiga forystu. Fór svo að lokum að Hamar þurfti upphækkun til að knýja fram 26:24 sigur og unnu þeir leikinn þar með 3:0.

Stigahæstir í liði Hamars voru Kristján Valdimarsson og Marcin Graza með 12 stig hvor. Í liði KA var Miguel Matteo stigahæstur með 15 stig.

Hamar er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir sex leiki og verður liðið þar um jólin en einungis ein umferð er eftir fyrir jól. KA er í þriðja sæti með níu stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert