Þróttur Fjarðabyggð vann HK tvívegis

Úr leik dagsins hjá körlunum.
Úr leik dagsins hjá körlunum. Ljósmynd/Sigga Þrúða

Þróttur Fjarðabyggð vann HK í úrvalsdeildum karla og kvenna í blaki í Neskaupstað í dag.

Hjá körlunum fór 3:2 í löngum leik þar sem Miguel Angel Ramos og Ramses Ballesteros voru stigahæstir heimamanna með 15 stig. Hjá gestunum var Mateus Klóska stigahæstur með 26 og þeir Andreas Hilmir Halldórsson og Valens Torfi Ingimundarson komu næstir með 13 stig hvor.

Hjá konunum fór 3:1 þar sem Paula Miguel de Blaz var stigahæst með 20 stig. Heiðbrá Björgvinsdóttir og María Jimenez komu næstar, báðar með 12 stig. Hjá HK var Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal stigahæst með 17 stig og Heba Sól Stefánsdóttir var með 13.

Í úrvalsdeild karla er Þróttur Fjarðabyggð í 4. sæti með 8 stig og HK í 6. sæti með 7 stig.

Í úrvalsdeild kvenna er Þróttur Fjarðabyggð í 5. sæti með 5 stig og HK í 6. sæti með 4 stig.

Úr leik dagsins hjá konunum.
Úr leik dagsins hjá konunum. Ljósmynd/Sigga Þrúða
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert