Afturelding stigi frá toppnum

Leikmenn Aftureldingar fagna í leiknum í gær.
Leikmenn Aftureldingar fagna í leiknum í gær. Ljósmynd/Afturelding

Afturelding styrkti í gær stöðu sína í úrvalsdeild karla í blaki með því að sigra Vestra, 3:1, að Varmá í Mosfellsbæ.

Afturelding er komin með 17 stig en Hamarsmenn eru á toppnum með 18 stig og verða þar um jólin. Síðan koma KA með 12 stig, Þróttur Fjarðabyggð með 8, Vestri með 7, HK með 7 og Stál-úlfur er án stiga. Vestri hefur aðeins spilað fimm leiki en hin liðin sex til átta leiki.

Afturelding vann fyrstu tvær hrinurnar, báðar 25:19. Vestri vann þá þriðju 25:16 en Afturelding var sterkari á lokasprettinum í fjórðu hrinu, vann hana 25:23 og leikinn þar með 3:1.

Stigahæstur í liði Vestra var Franco Nicolas Molina með 30 stig. Stigin hjá Aftureldingu dreifðust betur þvi Dorian Poinc var með 16 stig, Atli Fannar Pétursson með 15 stig og Hafsteinn Már Sigurðsson með 13 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert