Ætla að stórefla starfið hjá ÍSÍ

Vésteinn Hafsteinsson, nýráðinn afreksstjóri ÍSÍ.
Vésteinn Hafsteinsson, nýráðinn afreksstjóri ÍSÍ. mbl.is/Ívar Benediktsson

„Ég er að koma heim til þess að íslenskt afreksíþróttafólk nái betri árangri í framtíðinni og stefnan er sett til 10 ára eða til 2032. Það verður samt sem áður viss forgangsröðun fyrir 2024 og síðan 2028,“ segir Vésteinn Hafsteinsson, nýráðinn afreksstjóri ÍSÍ, sem mun sam­hliða starf­inu leiða nýj­an starfs­hóp Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar, mennta- og barna­málaráðherra, um stöðu og rétt­indi af­reksíþrótta­fólks.

Vésteinn segir, í fréttatilkynningu frá ÍSÍ, ætlunina að stórefla starfið hjá ÍSÍ á þessum tíma í mjög nánu samstarfi við ráðuneytið og sérsamböndin.

„Ég hef unnið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og veit hvað þau lönd eru að gera og hef áhuga á að byggja upp svipað kerfi á Íslandi með öflugri afreksíþróttamiðstöð sérfræðinga og til þess þarf að stórauka fjárframlög ríkis og fyrirtækja til afreksíþróttastarfsins svo við getum verið samkeppnishæf. Bæði afreksíþróttafólkið og þjálfarar verða að geta helgað sig þessu í fullri atvinnu til árangurs á heimsmælikvarða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert