Frá Akureyri til Parma

Margrét Árnadóttir í leik með Parma gegn Roma.
Margrét Árnadóttir í leik með Parma gegn Roma. Ljósmynd/Aðsend

„Hugur minn hefur alltaf stefnt út og ég vildi skoða þann möguleika ef eitthvað spennandi kæmi upp. Þegar Parma bankaði á dyrnar var ég ekki lengi að segja já,“ segir hin 23 ára Margrét Árnadóttir, sem gekk til liðs við Parma á Ítalíu fyrr í þessum mánuði.

Margrét er uppalin í KA á Akureyri og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með sameiginlegu liði Þórs/KA. 

Hvernig kom það til að 23 ára stelpa frá Akureyri fór til Parma á Ítalíu?

„Umboðsmaðurinn minn kom með þessa pælingu til mín eftir að ég ákvað að fara að skoða mín mál þar sem samningurinn minn hjá Þór/KA var að renna út. Ég flaug út til Ítalíu og hann hitti mig þar og við gengum frá þessu.“

Viðtalið við Margréti má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Margrét Árnadóttir með goðsögninni Gianluigi Buffon, sem leikur með Parma.
Margrét Árnadóttir með goðsögninni Gianluigi Buffon, sem leikur með Parma. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert