Tveir íslenskir í hópi tíu bestu

Matthías Kristinsson og Bjarni Þór Hauksson í Sappada.
Matthías Kristinsson og Bjarni Þór Hauksson í Sappada. Ljósmynd/olympic.is

Matthías Kristinsson og Bjarni Þór Hauksson náðu í gær besta árangri Íslendinga í alpagreinum frá upphafi á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem nú stendur yfir í Sappada á Ítalíu.

Matthías hafnaði í 8. sæti í sviginu en hann var fjórði eftir fyrri ferðina, og Bjarni hafnaði í níunda sætinu. 

Matthías er sonur Kristins Björnssonar, fremsta alpagreinamanns Íslandssögunnar, og Bjarni er sonur Hauks Bjarnasonar sem þjálfaði Kristin á sínum tíma.

Fjórir Íslendingar voru á meðal 100 keppenda í greininni. Stefán Gíslason endaði í 64. sæti en Torfi Jóhann Sveinsson náði ekki að ljúka fyrri ferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert