Eins og tröppur Akureyrarkirkju

Elísabet Gunnarsdóttir á heimavellinum í Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir á heimavellinum í Kristianstad. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta eru búin að vera fimmtán frábær ár,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í fótbolta, í samtali við Morgunblaðið er ofanritaður heimsótti hana á keppnisvöll félagsins í sænska bænum, sem ber sama nafn og félagið.

„Ég gæti lýst þessum árum eins og tröppunum hjá Akureyrarkirkju. Það eru mörg skref, það er langt upp og þér finnst þú einhvern veginn aldrei komast að kirkjunni. Ég hugsa að það sé besta lýsingin,“ sagði Elísabet.

Hún hefur undanfarin 14 tímabil staðið að mikilli uppbyggingu hjá félaginu, en Kristianstad var ekki á góðum stað þegar íslenski þjálfarinn tók við. Með mikilli uppbyggingu og þolinmæði hefur Elísabetu tekist að koma Kristianstad í fremstu röð.

Þrjósk og ofurbjartsýn

„Við höfum tekið smáskref, nánast á hverju ári. Við höfum kannski þurft að taka einhver skref til baka á leiðinni, en smátt og smátt erum við að nálgast okkar markmið. Ég var þrjósk og ofurbjartsýn þegar ég flutti hingað. Ég vildi gera topplið úr Kristianstad og þú sérð það þegar þú kemur hingað að þetta er bara pínulítill bær. 

Ítarlegt viðtal við Elísabetu má nálgast í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »