Erna stórbætti eigið Íslandsmet

Erna Sóley Gunnarsdóttir stórbætti eigið Íslandsmet innanhúss.
Erna Sóley Gunnarsdóttir stórbætti eigið Íslandsmet innanhúss. mbl.is/Hákon Pálsson

Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR stórbætti í dag eigið Íslandsmet í kúluvarpi kvenna innanhúss á Houston Invitational-mótinu í Texas í Bandaríkjunum.

Fjögur af sex köstum Ernu Sóleyjar voru yfir sautján metra og þannig yfir gamla meti hennar, sem var 16,95 metrar.

Lengsta kast hennar mældist 17,34 metrar sem er auk þess að vera nýtt Íslandsmet einnig nýtt mótsmet.

Kastið er einnig lengra en Íslandsmet hennar utanhúss, sem er 17,29 metrar. Það setti hún á Texas Relays-mótinu í mars á síðasta ári.

mbl.is