Nýtt mótsmet sett á Reykjavíkurleikunum

Anton Sveinn McKee í sundinu í dag.
Anton Sveinn McKee í sundinu í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Anton Sveinn McKee kom sá og sigraði í 100 m bringusundi á tímanum 1:01.88 en fyrsti úrslitahlutinn á Reykjavíkurleikunum í sundi kláraðist í dag.

Byrjað var á að veita viðurkenningu fyrir sundmann og sundkonu ársins 2022. Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir hlutu þá titla en voru því miður erlendis svo ákvað var að nýta tækifærið núna og heiðra þau þar sem þau voru bæði á landinu.

Nýtt mótsmet var sett í 200m fjórsundi kvenna en Beatrice Varley úr Plymouth Leander setti það. Hún synti á 2:18.97 en gamla metið átti Sara Nysted. Þetta er annað mótsmetið sem Beatrice setur um helgina en í gær setti hún met í 400m fjórsundi.

Hólmar Grétarsson, SH, náði lágmarki inná NÆM í 400m skriðsundi á tímanum 4:14.74

Ylfa Lind Kristmannsdóttir úr Ármanni náði inná NÆM í 100m baksundi á tímanum 1:08.27 í morgun og bætti tímann sinn eftir hádegi og fór á 1:07.66. Í sama sundi náði Ástrós Lovísa Hauksdóttir úr ÍRB einnig lágmarki á NÆM á nákvæmlega sama tíma og Ylfa fór á í morgun.

Íslendingarnir áttu pallinn í 200m baksundi en þar var Guðmundur Leó Rafnsson, ÍRB hlutskarpastur á 2:09.78. Veigar Hrafn Sigþórsson og Bergur Fáfnir Bjarnason báðir úr SH fylgdu þar á eftir.

Í morgun náði Vala Dís Cicero úr SH inn á EYOF og NÆM í 200m skriðsundi á tímanum 2:08.31. Hún staðfesti svo tímann sinn eftir hádegi og fór aftur undir lágmörkum.

Sigurvegarar úr hverri grein voru:

50m baksund karla: Fannar Snævar Hauksson, ÍRB

50m bringusund kvenna: Georgia Gussey, Playmouth Leander

50m flugsund karla: Thomas Leggett, Larne SC

50m skriðsund kvenna: Danielle Hill, Larne SC

400m skriðsund karla: Birnir Freyr Hálfdánarsson, SH

200m fjórsund kvenna: Beatrice Varley, Playmouth Leander

200m baksund karla: Guðmundur Leó Rafnsson, ÍRB

100m baksund kvenna: Danielle Hill, Larne SC

100m bringusund karla: Anton Sveinn McKee, SH

200m bringusund kvenna: Julianna Babbington, Plymouth Leander

200m flugsund karla: Benjamin Szanto, Hungarian Swimming Association

100m flugsund kvenna: Kristín Helga Hákonardóttir, SH

100m skriðsund karla: Thomas Leggett, Larne SC

200m skriðsund kvenna: Beatrice Varley, Plymouth Leander

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert