Mætast í ofurskálarleiknum

Leikstjórnandinn Patrick Mahomes og liðsfélagar hans í Kansas City Chiefs …
Leikstjórnandinn Patrick Mahomes og liðsfélagar hans í Kansas City Chiefs leika til úrslita í ár. AFP/Kevin C. CoxKEVIN C. COX

Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles mætast í Ofurskálarleiknum, úrslitaleik bandarísku NFL-deildarinnar í ruðningi, þann 12. febrúar.

Kansas vann nauman sigur gegn Cincinnati Bengals í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar, 23:20, á meðan Philadelphia vann stórsigur gegn San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar, 31:7.

Úrslitaleikurinn fer fram á State Farm-vellinum í Glendale í Arizona en þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem Kansas leikur til til úrslita.

Í úrslitaleiknum á síðasta ári mættust Cincinnati Bengals og Los Angeles Rams þar sem Los Angeles hafði betur, 23:20.

mbl.is