Ætlaði að fá gullmedalíuna lánaða

Leikmenn Íslands eftir lokaleikinn á HM gegn Brasilíu.
Leikmenn Íslands eftir lokaleikinn á HM gegn Brasilíu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einhverjir höfðu gert sér vonir um það að íslenska karlalandsliðið í handbolta kæmi heim með medalíu um hálsinn eftir nýliðið heimsmeistaramót.

Væntingarnar fyrir mótið voru vissulega miklar enda hafði íslenska liðið farið mikinn á Evrópumótinu 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu þar sem liðið hafnaði í 6. sæti, þrátt fyrir að lykilmenn hefðu helst úr lestinni vegna kórónuveirufaraldursins.

Við eigum líka leikmenn í bestu félagsliðum heims, sem höfðu allir verið að spila mjög vel í aðdraganda mótsins, og því ekkert að því að láta sig dreyma um verðlaun á sjálfu heimsmeistaramótinu, að mínu mati. Það varð ekki raunin, því miður.

Sjálfur var ég búinn að gera samkomulag við einn ágætan landsliðsmann um að ég fengi gullmedalíuna hans lánaða í lokaþættinum af Sonum Íslands sem birtist einmitt á mbl.is í gær, þegar við gerðum upp mótið.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert